Viðskiptajöfnuður Kínverja heldur áfram að koma greinendum á óvart en metafgangur varð á viðskiptum við útlönd í síðasta mánuði. Virðist versnandi ástand í heimsviðskiptum hafa furðu lítil áhrif á útflutning Kínverja.

Viðskipajöfnuðurinn náði nýju meti í september og jókst um önnur 20% í október. Þá var hann jákvæður um 35,2 milljarða Bandaríkjadala. Að hluta til stafaði það af samdrætti í innflutningi.

Á sama tíma hafa aðrir stórir útflytjendur í Asíu, Japan, Indland og Suður-Kórea sýnt verulegan samdrátt í útflutningi. Tölur frá Kína sýna þó samdrátt í innanlandsneyslu.