Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti því yfir í gær að horfurnar fyrir hagvöxt á árinu væru enn betri enn gert hafi verið ráð fyrir til þessa, þrátt fyrir styrk evrunnar gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims og samdrátt í bandaríska hagkerfinu.

Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir að hagvöxtur í 29 aðildarríkjum sambandsins verði 2,9% á árinu en hún spáði 2,7% hagvexti í febrúar. Einnig eru horfurnar betri fyrir þau aðildarríki sem hafa tekið upp evru: Gert er ráð fyrir 2,6% hagvexti í evrulöndunum en í febrúar var spáð 2,4% hagvexti.