Vinnu verkefnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála seinkar. Verkefnastjórnin, sem skipuð var af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í september átti upphaflega að skila tillögum í janúar. Það gekk ekki eftir og var þá stefnt að því að skila tillögum í febrúar en í skriflegu svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segist Eygló ekki reikna með því að verkefnastjórnin skili tillögum í þessari viku.

Þar með virðist ljóst að skilum seinki þar til í mars. Hlutverk verkefnastjórnarinnar er meðal annars að kanna hvaða fyrirkomulag á fjármögnun almennra húsnæðislána sé hagkvæmast og hvernig unnt sé að tryggja virkan leigumarkað hér á landi.