Enn bólar ekkert á loðnunni við Íslandsstrendur. Róbert Axelsson, skipstjóri á Ingunni AK, segir á vef HB Granda að ástandið sé vissulega óhefðbundið. Það þurfi þó ekki að fara mjög mörg ár aftur í tímann til að finna dæmi þess að erfitt sé að finna loðnuna. Á vertíðinni 2007 hafi hún ekki skilað sér í veiðanlegu magni fyrr en við Vestmannaeyjar í lok janúar eða byrjun febrúar. Árið 2001 hafi hún loksins fundist í Vikurálnum

„Ástandið er óvenjulegt en loðnan á örugglega eftir að skila sér upp á grunnin. Hvar það verður og hvenær veit hins vegar enginn. Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til að finna dæmi um að loðnan gaf sig ekki til fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar og það þýðir því ekkert annað en að vera bjartsýnn,” segir Róbert Axelsson, á vef HB Granda. Ingunn AK fór í loðnuleit í vikunni.

Faxi og Ingunn AK leituðu þá að loðnu á svæðinu frá Digranesflaki, úti fyrir NA-landi, vestur um djúpkantinn út af Norðurlandi langt vestur fyrir Halamið.  Þaðan fóru skipin með hitaskilunum og kantinum allt suður fyrir Víkurál áður en þeir héldu til hafnar á Akranesi í gær þar sem þau eru nú.