Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 578 stig í júlí 2017 og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,4%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 10,1% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 19%. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og skiptist í fjölbýli og sérbýli. Fjölbýlið stóð nánast í stað á milli mánaða en sérbýli hækkaði um 1,15% á milli mánaða. Hægt er að sjá myndræna framsetningu hér að neðan: