Lítillega dró úr verðbólgu í Bretlandi í nóvember síðastliðnum þegar hún mældist 2,1%. Verðbólga mældist 2,2% í október. Verðbólga þar í landi hefur nú ekki verið lægri um fjögurra ára skeið, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Í nóvember í fyrra mældist 2,6% verðbólga í Bretlandi.

Breska ríkisútvarpið (BBC) skrifar ástæðuna fyrir þessu minni verðhækkanir á matvöru en áður. Breska hagstofan bendir á að boðuð hækkun á raforkuverði eigi enn eftir að skila sér út í verðlag. Líklegt þykir að aðrar tölur líti dagsins ljós eftir áramótin þegar desembertölurnar verða birtar.