Kostnaður við að byggja nýjar íbúðir á höfuð­ borgarsvæðinu er enn að meðaltali hærri en kaupverð, þrátt fyrir að fasteignaverð hafi farið mjög hækkandi að undanförnu. Þetta þýðir að hvati til nýbygginga er ekki til staðar nema í dýrari hverfum miðsvæðis, en þar hefur þó nokkuð verið í byggingu undanfarið.

Hvati til byggingar sérbýlis er enn minni, þar sem byggingarkostnaður er yfir kaupverði jafnvel í dýrustu hverfum.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að verið sé að hefjast handa við að endurskoða byggingarreglugerð til þess að hægt verði að lækka byggingarkostnað íbúðarhúsnæð­ is. Lækkuðum byggingarkostnaði er ætlað að svala viðvarandi umframeftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Byggingarkostnaður og kaupverð
Byggingarkostnaður og kaupverð
© Jóhannes Stefánsson (VB MYND/JS)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .