Guðmundur Kr. Hallgrímsson, öryggisstjóri Greiðsluveitunnar, telur að stærstur hluti þeirra fyrirtækja sem enn eiga eftir að setja upp örgjörvaposa sem snúa að viðskiptavinum muni ljúka því fyrir árslok 2013. 1. nóv. 2012 áttu öll fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum að hafa sett upp örgjörvaposa en að sögn Guðmundar hefur nú um 85% greiðslutækja verið skipt út og slíkur posi tekinn til notkunar.

Örgjörvaposinn er frábrugðinn öðrum possum því viðskiptavinir setja sjálfir kortið í posann og staðfesta kortagreiðslur með pinni í stað undirskriftar. Greiðsluveitan ehf., dótturfyrirtæki Seðlabanka Íslands, sér um framkvæmd innleiðingar á örgjörvatækninni undir verkefninu Pinnið á minnið fyrir hönd færsluhirða.

Viðmiðunardagsetning innleiðingarinnar var eins og áður sagði 1. nóvember 2012 en enn á eftir að skipta út 15% af heildarfjölda greiðslutækja í landinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .