Nýjasta falsfréttasíðan segir þá Auðunn Blöndal og Hafþór Júlíus Björnsson, sem lék fjallið í þáttunum Game of Thrones, hafa grætt vel á auðveldan hátt.

Síðan virðist vera enn ein tilraunin til að glepja Íslendinga til að taka þátt í einhvers konar rafmynntafjárfestingu en Viðskiptablaðið hefur sagt ítarlega frá því hvernig hermt hefur verið ítrekað eftir síðu blaðsins í álíka tilgangi .

Nú eru það fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og Hafþór Júlíus Björnsson, eða Thor The Mountain eins og hann er kallaður í auglýsingunum sem sagðir eru hafa grætt á falsinu.

Í einni auglýsingunni er spurt hvort ferill Auðunns sé búinn fyrst hann missti eitthvað út úr sér í fjölmiðlum um málið, jafnframt er hann sagður játa gamalt hneyksli og vera flæktur í eitt slíkt.

Hafþór er hins vegar sagður hafa hætt í beinni útsendingu vegna viðkomandi lausna sem ekki á að þurfa að taka fram að lofa allt of háum vöxtum til þess að nokkur ætti að taka þær trúanlegar.