Freedom Bank í Flórída er sautjándi bankinn sem yfirvöld taka yfir í Bandaríkjunum á þessu ári.

Um er að ræða lítinn banka, en viðskiptavinir fjögurra útibúa bankans geta nálgast þann hluta innistæðu sinnar sem er tryggður yfir helgina.

Fifth Third bankinn mun svo taka yfir innistæður Freedom Bank og útibú þess síðarnefnda opna á mánudag sem útibú Fifth Third.

Talið er að hrun Freedom Bank kosti tryggingasjóð innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) 80-104 milljónir Bandaríkjadala. Sjóðurinn stóð í 45 milljörðum í lok júní sl.