Smári Ásmundsson stofnaði Smári-Organics í Bandaríkjunum og framleiðir skyr sem finna má í 400 verslunum. Þar af eru um 200 Whole Foods-búðir. Fyrir hefur Mjólkursamsalan reynt að koma íslenska skyrinu á markað og einnig Sigurður Kjartan Hilmarsson undir nafninu Siggi's skyr. Skyrið hans Smára heitir Smári.

Siggi's skyr
Siggi's skyr
© None (None)
Sagt er frá framleiðslu Smára í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Þar kemur fram að dreifing skyrsins nær til 70% af landsvæði Bandaríkjanna og áform séu um að hækka það hlutfall enn meira á næstu mánuðum.

Fjórir starfsmenn vinna á skrifstofu fyrirtækisins og þeim verður fjölgað um tvo í næsta mánuði samkvæmt Morgunblaðinu. Fyrirtækið er með samning við 300 manna umboðsfyrirtæki sem vinnur að því að selja vöruna inn í búðir og í samvinnu við mjólkurbú í Wisconsin sem sér um framleiðslu.