Félagið Valíant fjárfestingar var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness 20. febrúar síðastliðinn. Félagið var í eigu Sunda-fjölskyldunnar svokölluðu, Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla í Olís, og barna hennar.

Samkvæmt óendurskoðuðum ársreikningi Valíant fjárfestingar átti félagið árið 2012 5,99% hlut í ORF Líftækni sem metinn var á rúmar 116 milljónir króna og 33,33% hlut í félaginu Engifer ehf. Það félag

Fram kemur í uppgjöri félagsins að hagnaður þess nam 78,7 milljónum króna árið 2012 eftir 31 milljóna króna tap árið 2011. Eignir voru metnar á 449,5 milljónir króna undir lok ársins. Skuldir námu hins vegar tæpum 513 milljónum króna og var eigið fé félagsins því neikvætt um 64,3 milljónir við lok árs 2012. Lán félagsins upp á 513 milljónir króna var á gjalddaga á síðasta ári.

Á meðal eigna félagsins var skuldabréf með áföllnum vöxtum upp á 315 milljónir króna. Í skýringum við ársreikninginn segir að Valíant hafi lánað tengdum aðilum 300 milljónir króna vegna kaupa á hlutabréfum á árinu 2012. Skuldabréfið er með gjalddaga 31.12.2016 og ber 5% óverðtryggða vexti.

Þurfa að skila eignum upp á 800 milljónir

Eigendur Valíant fjárfestinga, þ.e. eigendur fjárfestingarfélagsins Sunds og tengdra félaga, voru umsvifamiklir á árunum fyrir hrun. Sund átti t.d. eignahluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Byr. IceCapital, sem var í eigu sömu aðila, átti svo stóran hlut í VBS fjárfestingarbanka. Kröfur á félög þeim tengdum nema tugum milljörðum króna. Stutt er síðan Hæstiréttur dæmdi eigendur félaganna til að skila aftur fasteignum upp á 780 milljónir króna sem seld voru úr félögum áður en þau fóru í þrot.