Landsvaki, dótturfélag Landsbankans, telur sig hafa verið hlunnfarinn í skuldabréfauppgjöri þegar Rauðsól, félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, keypti 365 miðla út úr 365 hf. 365 hf var síðar að Íslenskri afþreyingu sem varð gjaldþrota. Fram kemur í mati sem lagt var fyrir í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra að Íslensk afþreying hafi ekki verið greiðsluhæf þegar 365 miðlar voru seldir út úr félaginu og því hefði átt að óskað eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta mun fyrr en gert var.

Þetta er kjarninn í skaðabótamáli Landsvaka gegn þeim Jóni Ásgeir, Pálma Haraldssyni, Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni, sem löngum var kenndur við Kók. Þeir sátu allir í stjórn 365 á þeim tíma sem viðskiptin áttu stað.

Nokkur dómsmál voru höfðuð í tengslum við viðskiptin og er aðalmeðferð í einu þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.