Fjárfestar virðast hafa tekið vel í uppgjör fyrirtækja vestanhafs það sem af er vikunnar. Vísitölurnar Dow Jones og S&P 500 hækkuðu annan daginn í röð og enduðu í methæðum á nýjan leik. Þegar fjármálamarkaðir lokuðu í Bandaríkjunum í gær höfðu visitölurnar heldur aldrei verið hærri.

AP-fréttastofan segir að ummæli Janet Yellen, sem tekur við af aðalseðlabankastjóranum Ben Bernanke eftir áramótin hafa ýtt undir hækkunina á markaðnum. Hún sagði fyrir bankamálanefnd bandarísku öldungadeildar bandariska þingsins að áfram verði að styðja við endurreisn efnahagslífins í kjölfar kreppunnar með lágum vöxtum og öðrum aðgerðum sem seðlabankinn haldð úti síðustu misserin, svo sem kaupum á ríkisskuldabréfum og veðum fjármálafyrirtækja til að skrúfa ekki fyrir aðgengi þeirra að lánsfjármagni.

Dow Jones-vísitalan stendur nú í 15.821,63 stigum og S&P 500-vísitalan í 1.782 stigum. Þær hafa aldrei verið hærri. Þá hækkaði Nasdaq-vísitalan um 1,2% og endaði hún í 3.965,58 stigum.