Stjórnendur lesta í neðarjarðarlestarkerfinu í London fóru í verkfall í morgun. Er þetta í fimmta sinn á nokkrum mánuðum sem neðarjarðarlestarkerfið nánast lamast vegna verkfalla. Í dag er verið að mótmæla því að ekki var fallist á kröfur verkalýðsfélags lestastjóranna um álag á laun á hátíðisdögum.