*

föstudagur, 4. desember 2020
Erlent 31. júlí 2018 15:40

Enn eitt verkfallið hjá Ryanair

Þýskir flugmenn Ryanair eru á leið í verkfall, þar sem þeir telja laun sín og vinnuaðstæður vera óviðunnandi.

Ritstjórn
epa

Þýskir flugmenn Ryanair eru á leið í verkfall, þar sem þeir telja laun sín og vinnuaðstæður vera óviðunnandi. BBC greinir frá.

Flugmennirnir hafa gefið Ryanair frest til 6. ágúst til að koma til móts við kröfur þeirra og afstýra verkfallinu. Ef það tekst ekki, þá munu flugmennirnir boða verkfallsaðgerðir.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þá hefur Ryanair neyðst til að fella niður fjölda fluga vegna verkfalla hjá flugmönnum og flugliðum félagsins víða um Evrópu. Félagið hefur neyðst til að fella niður nokkur hundruð flug í júlí vegna þessara verkfalla.

Verkalýðsfélag þýsku flugmannana hefur farið fram á að laun og vinnuaðstæður þýskra flugmanna Ryanair verði á pari við það sem önnur lággjaldaflugfélög bjóða flugmönnum sínum upp á. 

Stikkorð: Ryanair verkfall