Íslensk orka héðan um sæstreng til Bretlands er hagstæður kostur. Það eykur fjölbreytni í orkuöflun landsins, að því er fram kemur á vef vikuritsins Economist .

Í dálki Schumpeter í The Economist segir að Bretar hafi í auknum mæli sótt í vindorku sem framleiði nú orðið tíunda hluta af orkuþörf landsins. Frá hagrænu sjónarmiðið er það ekki ákjósanlegt enda mikil hætta á að draga muni úr raforkuframleiðslu þegar lítið blási. Þegar það gerist þurfi að leita í aðra raforkukosti.

Vikuritið segir að lengi hafi verið á lofti hugmyndir um lagningu sæstrengs. Heil 60 ár séu síðan fyrst var farið að ræða um lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands. Kostnaðurinn er hins vegar risavaxinn, um fjórir milljarðar evra, jafnvirði um 800 milljarða íslenskra króna, og hefur enn ekki verið leyst úr því hvernig eigi að fjármagna lagningu sæstrengsins, að sögn Economist.