Íbúðalánasjóður lánaði 32 milljarða króna til kaupa á 3.400 íbúðum í Reykjanesbæ á árunum 2005 til 2009, þar af voru 900 lán til kaupa á nýjum íbúðum. Þar af hefur sjóðurinn leyst til sín íbúðir sem tengdust lánum upp á 8,5 milljarða eða sem nemur 27% af veittum lánum á tímabilinu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs.

Í skýrslunni segir að enn hafi ekki komð í ljóst hver mikið af fjárhæðinni sem lánað til fasteignaviðskipta í Reykjanesbæ.

Í skýrslunni segir að árið 2010 var um 20% heimila á Suðurnesjum með lán í vanskilum. Til samanburðar var landsmeðaltalið 10%. Hlutfall þeirra íbúða sem endað hafa á nauðungaruppboði nam um 20% þess fjár sem Íbúðalánasjóður lánaði þangað árin 2003 og 2004. Stærstur hluti útlánataps sjóðsins í bænum er frá árunum 2005–2009 en meðallán sjóðsins hækkaði mikið frá 2004 til 2005, að því er segir í Rannsóknarskýrslunni.

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis