Greiningadeild Glitnis segir í morgunkorni sínu að reynslan sýni að þrátt fyrir að vaxandi áhættufælni í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum er áhugi á vaxtamunarviðskiptum enn talsverður sem kemur fram í viðvarandi áhuga fjárfesta á krónubréfum.

„Svipað er raunar uppi á teningnum í öðrum löndum þar sem slík útgáfa er veruleg. Fjárfestar í krónubréfum eru ólíkir spákaupmönnum á gjaldeyrismarkaði að því leyti að krónubréfakaup eru oftar en ekki fjármögnuð með sparifé frekar en lánsfé, og því eru þeir fyrrnefndu minna næmir fyrir skammtímasveiflum en þeir síðarnefndu,” segir greiningadeildin.

Þá kemur fram að greiningadeildin telur að áhugi fjárfesta á nýjum útgáfum krónubréfa viðhaldist á meðan vaxtamunurinn er jafn mikill og raun ber vitni og vitnar til þess að í janúar hafi stórum gjalddögum verið mætt að fullu með nýjum útgáfum.

Greiningadeild Glitnis telur einnig að á meðan vaxtarmunurinn er jafn mikill og raun ber vitni er útlit fyrir að áhugi fjárfesta á nýjum útgáfum krónubréfa viðhaldist líkt og reynslan leiddi í ljós í janúar, en þá var stórum gjalddögum að fullu mætt með nýjum útgáfum.