Baráttunni um innleiðingu sérstaks skatts á fjármálagerninga í Evrópusambandinu (ESB), svokallaðan Tobin-skatt, er alls ekki lokið, segir í frétt á vef Børsen. Þrátt fyrir mikla andstöðu bæði Breta og Svía hefur framkvæmdastjórn ESB gefið upp á bátinn áform um að koma á slíkum skatti innan allra 27 Evrópusambandslandanna.

Algirdas Semeta, framkvæmdastjóri skattamála innan ESB, segist vera þeirrar skoðunar að áfram eigi að vinna lausn sem sé síðan hægt að koma til framkvæmda í öllum löndunum 27.

Verði ekki hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu verði þá að taka afstöðu til þess ef sú staða komi upp. Tillögur framkvæmdastjórnar ESB ganga út á að leggja 0,1% skatt viðskipta með skulda- og hlutabréf og sömuleiðis á afleiðuviðskipti en öll aðildarlöndin 27 þyrftu að samþykkja þær en þegar er vitað að bæði Bretar og Svíar eru mótfallnir slíkum skatti.