Viðræður standa nú yfir á milli Citigroup og fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna um einhver skonar neyðarlán til bankans. Talið er að opinber innspýting sé það eina sem geti bjargað Citigroup frá frekara hruni.

Citigroup er ein stærsti banki Bandaríkjanna og ekki er langt síðan bankinn var sá stærsti í heimi. Gengi bréfa í bankanum féll gríðarlega í síðustu viku sökum aðgerðarleysis stórnend bankans en lítið kom út úr stórnarfundi sem haldinn var á föstudaginn. Vonuðust fjárfestar eftir jákvæðm fréttum af þeim fundi sem ekki varð raunin.

Citigroup sagði upp 52.000 starfsmönnum, víðs vegar um heiminn, en ekki er langt síðan bankinn lét 23.000 taka pokann sinn.

Líklegt þykir að það þurfi að selja einhverja hluta bankans auk þess sem fyrrnefnd innspýting frá ríkinu er talin nær nauðsynleg.