Tekjur Sæplasts á þríðja ársfjórðungi námu 595 m.kr. samanborið við 538 m.kr. á sama fjórðungi fyrir ári. EBITDA á fjórðungnum var 64,4 m.kr. og stóð nánast í stað á milli ára en EBITDA á sama fjórðungi 2003 nam 64,2 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld lækkuðu á milli tímabili úr 38,3 m.kr. í 30,7 m.kr. og skýrir það skárri afkomu félagsins en tap tímabilsins nú nam 13,2 m.kr. en var 17,1 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Eigið fé Sæplasts var 369 m.kr. í lok fjórðungsins en var 447 m.kr. í upphafi ársins. Niðurstöðutala efnahagsreiknings var 2.690 m.kr. í lok fjórðungsins en var 2.776 m.kr. í upphafi ársins. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok fjórðungsins var 13,7% en var 16,1% í upphafi ársins.Veltufjárhlutfall Sæplasts var 1,68 í lok fjórðungsins en var 1,82 í upphafi ársins.
Veltufé frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam 91,2 m.kr. en var 170,2 á sama tímabili fyrir ári en handbært fé til rekstrar var 54,8 m.kr en handbært fé frá rekstri var 209,5 á sama tíma í fyrra. Félagið fjárfesti fyrir 77,4 milljónir á fyrstu níu mánuðum þessa árs en 525 m.kr. á sama tíma í fyrra.