Enn heldur atvinnuleysi að aukast á Spáni en í janúar fjölgaði einstaklingum á atvinnuleysisskrá um 199 þúsund sem er 6% aukning milli mánaða.

Nú er um 3,3 milljónir manna atvinnulausir á Spáni og mælist atvinnuleysi því 14,4%, sem jafnframt er það hæsta meðal Evrópusambandsríkja.

Þá hefur atvinnuleysi á Spáni ekki mælst jafn hátt í tæp 14 ár en um milljón manns hafa misst vinnuna á síðustu 12 mánuðum.

Evrópska hagstofan, Eurostat gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi verði nái 16,1% á þessu ári og 18,7% á næsta ári.