Atvinnuleysi í Þýskalandi heldur áfram að aukast en í júlí mældist atvinnuleysi þar í landi 8,3%.

Nú eru um 3,5 milljónir manna skráðir atvinnulausir í Þýskalandi en að sögn Reuters fréttastofunnar gera greiningaraðilar ráð fyrir að fjöldi atvinnulausra nái allt að 4,5 milljónum manna á næsta ári en í nýrri spá þýska seðlabankans er gert ráð fyrir töluverðum fjölda hópuppsagna undir lok þessa árs.

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komið til móts við fyrirtæki með því að greiða hlutfallslega atvinnuleysisbætur. Þannig gefst fyrirtækjum kostur á að minnka starfshlutfall starfsmanna án þess að þeir vinni þó minna en yfirvöld greiða þá mismuninn til starfsmanna.

Það virðist aðeins tímabundin áhrif því eins og fyrr segir má búast við töluverðum fjölda hópuppsagna undir lok þessa árs. Með aðstoð yfirvalda hafa fyrirtæki komist hjá því að segja fólki upp en sá tími virðist nú vera á enda og fyrirtæki munu á næstu mánuðum sjá sig knúin til að segja upp fólki.

Reuters hefur eftir Alexander Kock, greiningaraðila hjá Unicredit að atvinnuleysi munu að öllum líkindum ná hámarki um næsta sumar en þá sé útlit fyrir að glæða fari til í efnahagslífinu.