Peningamagn í umferð jókst rúma 7 milljarða á síðasta ári. Nú er um 39,4 milljarðar króna af seðlum og mynt í umferð samkvæmt nýjum hagtölum Seðlabankans.

Samkvæmt tölum Seðlabankans um bankakerfið hafur aldrei verið jafn mikið fjármagn og nú í umferð en tölur bankans ná aftur til ársins 1994. Til gamans má geta að í janúar 1994 voru um 3,4 milljarðar króna í umferð.

Peningamagn í umferð jókst um 4,1 milljarða króna á milli mánaða í desember sl. og hefur ekki aukist jafn mikið á milli mánaða síðan í desember 2010.

Peningamagn í umferð - des.2011
Peningamagn í umferð - des.2011
© vb.is (vb.is)

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan jókst magn peninga í umferð gífurlega í október 2008, eða um tæp 90% þegar magn peninga í umferð fór frá því að vera tæpir 12,6 milljarðar króna í september 2008 í það að vera um 23,7 milljarðar króna í október sama ár. Hefðbundið magn peninga í umferð á milli 11 og 13 milljarðar króna fram að hruni bankanna í október s.l.

Þá minnkaði peningamagn í umferð fram á vorið 2009 en hefur síðan þá aukist jafnt og þétt að undanskildum lækkunum í byrjun árs bæði 2010 og 2011.