Umfang framleiðslu- og þjónustu iðnaðar á evrusvæðinu dróst saman í júlí. Samdráttur hefur nú verið samfellt í ellefu mánuði ef marka má vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Útlitið er nokkuð betra hvað varðar þjónustu en slík fyrirtæki réttu lítillega úr kútnum í júlí. Framleiðsla hefur hins vegar ekki dregist eins hratt saman síðan í maí árið 2009.

Sérstaklega er minna um ný verkefni hjá fyrirtækjum á svæðinu. Þá vekja rannsóknaraðilar athygli á því að aukinn samdráttur sé í Þýskalandi sem sé áhyggjuefni og merki um að kreppan sé farin að ná enn frekar til stöðugri hagkerfa á svæðinu.