Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,95% í tæplega 65,2 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 1,32%. Þetta var jafnframt þriðji dagur félagsins á hlutabréfamarkaði en hlutabréf þess voru tekin til viðskipta á mánudagsmorgun.

Gengi hlutabréfa félagsins stóð í 8,2 krónum á hlut í útboði í aðdraganda skráningar. Það er nú komið í 8,46 krónur á hlut. Hækkunin á þessum þremur dögum nemur því. 3,1%.

Á sama tíma féll gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordik um 9,33%. Þau standa nú í 68 dönskum krónum á hlut. Bréf Haga lækkuðu sömuleiðis eða um 0,27% frá í gær.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,49% og endaði hún í 1.060 stigum.