Ríkisstjórn Trump hefur sett 25% tolla á hinn ýmsa varning frá Evrópu þar að meðal franskt vín, ítalskan ost og skoskt viskí. Tollar munu hins vegar vera 10% á Airbus flugvélarnar. Þetta kemur fram á vef reuters.

Bandaríska viðskiptaskrifstofan (e. The U.S. Trade Representative‘s Office) gaf frá sér lista yfir evrópskan varning sem landið hyggst leggja tolla á. Þar á lista voru hundraði vara meðal annars kjöt, mjólkurvörur, teppi og fleira en talið er að að helsta ástæða tollaálagningarinnar miði að Aribus flugvélunum.

Skrifstofan gaf auk þess frá sér að þau væru stöðugt að endurmeta tollaálagningu sína og væntir þess að ræða við Evrópusambandið á næstunni varðandi ástandið.

Hinir ýmsu aðilar atvinnulífsins í Bandaríkjunum hafa nú þegar tjáð sig um ákvörðunina. Þar að meðal Robert Tobiassen, forseti samtaka áfengisinnflytjenda (e. president of the National Association of Beverage Importers) sem sagði að tollarnir myndu bitna harðlega á þeim 12.000 áfengis innflytjendum í Bandaríkjunum.