Hlutfall atvinnulausra í Bretlandi er nú 5,7% samkvæmt nýjum tölum frá hagstofunni þar ytra. BBC News greinir frá málinu.

Þar kemur fram að á þriggja mánaða tímabili þar til í desember síðastliðnum hafi atvinnulausum í landinu fækkað um 97 þúsund manns. Stendur tala atvinnulausra nú í 1,86 milljónum.

Þá hækkuðu meðallaun um 2,1% á fjórðungnum miðað við sama tímabil ári fyrr.