Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar, þá eru fyrirhugaðar enn frekari uppsagnir hjá hinum þýska Detusche Bank. Haft er eftir áræðanlegum heimildarmönnum að bankinn komi til með að segja upp 10 þúsund starfsmönnum í heildina.

Deutsche Bank vill hins vegar ekki tjá sig um málið, en það virðist nokkuð ljóst að þýski bankinn sé í slæmum málum vegna himinhárrar sektar sem bankinn þarf að greiða. Ef að uppsagnirnar ganga eftir þá hefðu uppsagnirnar núna ásamt uppsögnum hjá bankanum árið 2015 áhrif á fimmtung vinnuafls bankans á heimsvísu.