Kjaraviðræður leikskólakennara halda áfram í dag en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins . Náist samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga ekki fyrir þann tíma verður efnt til vinnustöðvunar þann 19. júní.

Samningar Félags leikskólakennara hafa verið lausir síðan 30. apríl. Efnt var til atkvæðagreiðslu um hvort gripið yrði til vinnustöðvunar og var úrræðið samþykkt með 99% atkvæða..