Flugvirkjar og Samtök atvinnulífsins hittust klukkan 14 hjá ríkissáttasemjara og standa fundir enn. Takist samningar ekki hefst allsherjarverkfall flugvirkja á fimmtudag.

65 flugferðum félagsins var aflýst í dag, og er talið að aðgerðirnar hafi áhrif á um tólf þúsund farþega. Þetta er meiri hluti allra flugferða til og frá landinu.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, vildi ekki tjá sig um málið eins og stendur.