Bílasala dróst saman um 5,2% að meðaltali innan aðildarríkja Evrópusambandsins á fyrstu átta mánuðum ársins. Samkvæmt upplýsingum Samtaka bílaframleiðenda í Evrópu seldur 7,84 milljónir bíla á þessu átta mánaða tímabili. Jafn fáir bílar hafa ekki selst síðan byrjað var að taka tölurnar yfir bílasölu saman árið 1990.

Á sama tíma voru nýskráningar 5% færri í ágúst en fyrir ári. Þær voru 653.872 talsins í mánuðinum.

AP-fréttastofan segir bílasölu hafa dregist saman þrátt fyrir að hagvöxtur hafi mælst 0,4% á öðrum ársfjórðungi. Fréttastofan bendir þó á að atvinnuleysi er þrátt fyrir það í hæstu hæðum eða 11% og kunni svo að vera að íbúar landanna séu ýmist varfærni þegar komi að kaupum á bílum eða hafi ekki efni á nýjum bíl.