Hagvöxtur í Kína var 7% á síðasta ársfjórðungi, þ.e. frá desember til mars, og hefur hann ekki verið hægari frá árinu 2009. BBC News greinir frá þessu. Á fjórðungnum á undan nam vöxturinn 7,3%.

Kínverska hagkerfið er það næststærsta í heimi og hefur á síðustu árum vaxið afar ört. Að undanförnu hefur hins vegar hægt á vextinum, og nam hann 7,4% á síðasta ári. Var það lakasta árið í hagkerfinu hvað vöxt varðar frá árinu 1990.