Hagvöxtur í Kína fyrir þriðja ársfjórðung lækkaði í 6,9%. Þetta er lægsti hagvöxtur í Kína síðan árið 2009. The Guardian greinir frá.

Stjórnvöld í Kína hafa tekið til margvíslegra aðgerða til að auka við hagvöxt, m.a. lækkun stýrivaxta og tilrauna til að örva hagkerfið með innspýtingu fjármagns.Þessar aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri.

Þetta er í fyrsta skipti sem opinberar hagvaxtartölur eru birtar síðan hlutabréfamarkaðurinn í Kína byrjaði að eiga í auknum erfileikum í júlí og ágúst.

Stjórnvöld í Kína hafa lækkað stýrivexti fimm sinnum síðan í nóvember sl. í tilraunum til að auka við hagvöxt og auka traust fjárfesta á efnahag Kína.