*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Erlent 5. júlí 2019 15:27

Enn hægist á hagkerfi Evrópu

Fækkun pantana í þýskum verksmiðjum nýjustu merki þess að óvissa um hagþróun gæti leitt til niðursveiflu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Í maímánuði fækkaði pöntunum til þýskra verksmiðja um 2,2%, sem er mun meira en sá 0,2% samdráttur sem greinendur höfðu spáð. Í heildina hefur samdrátturinn í pöntunum yfir árið numið 8,6% sem er sá mesti í næstum áratug.

Þetta kemur til viðbótar við fréttir um samdrátt í útflutningi og fjárfestingum, sem og samdrátt í starfsemi í verksmiðjum sjötta mánuðinn í röð. Stór hluti af samdrættinum eru raktar til þýska bílaiðnaðarins.

Valda tölurnar áhyggjum hjá evrópska seðlabankanum sem aftur veldur því að fjöldi hagfræðinga búast við auknum örvunaraðgerðum í peningastefnu bankans, jafnvel strax í þessum mánuði.

JPMorgan spáir því nú að samdráttur verði í þýska hagkerfinu á öðrum ársfjórðungi, sem væri þá í þriðja sinn sem enginn hagvöxtur yrði í stærsta hagkerfi álfunnar á einu ári, að því er Blloomberg segir frá.

Commerzbank spáir því að stýrivextir bankans verði lækkaðir um 20 punkta, sem er meira en áður var búist við. Ávöxtunarkröfur þýskra skuldabréfa hafa að sama skapi lækkað, og fóru þau niður fyrir stýrivextina á 10 ára skuldabréfum ríkisins í fyrsta sinn. Þeir eru vel að merkja neikvæðir um 0,4%.