Heildarvelta hlutabréfa á aðalmarkaði kauphallarinnar í dag nam 3.2 milljörðum króna og úrvalsvísitalan, OMXI8, hækkaði um 0,8%. 9 félög hækkuðu, en 8 lækkuðu.

Mest lækkuðu hlutabréf í Sýn, um 7,3%, í 271 milljóna króna veltu.

Önnur bréf lækkuðu um undir 3%, þar af Arion banki mest með 2,89% lækkun í 83 milljóna króna viðskiptum.

Bréf Icelandair hækkuðu mest, um 7,48% í 394 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir komu Heimavellir með 1,85% hækkun þó í mjög litlum viðskiptum en þau námu 1 milljón króna, og Síminn með 1,06% hækkun í 436 milljón króna viðskiptum. Önnur félög hækkuðu um undir 1%.