Almenn hækkun er á hlutabréfamarkaðnum í dag, en það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,16%. Mest er hækkunin á gengi bréfa VÍS, eða um 3,03% í 58 milljóna króna viðskiptum.

Þá hefur gengi bréfa Eikar hækkað um 1,92% í 126 milljóna króna viðskiptum og Icelandair um 1,81% í 144 milljóna króna viðskiptum. Mest er veltan með bréf Reita, eða 290 milljónir króna og hefur gengi bréfa þess félags hækkað um 0,78%.

Ekkert félag hefur lækkað í verði það sem af er degi, en HB Grandi, Fjarskipti, Nýherji og Össur hafa staðið í stað.