Hlutabréfaverð Eimskips hækkaði um 2,3% í dag, mest allra félaga aðalmarkaðar Kauphallarinnar. Gengi félagsins stóð í 449 krónum á hlut við lokun markaðarins. Flutningafyrirtækið hefur nú hækkað um 11,4% frá því að fyrirtækið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða á fimmtudaginn. Hlutabréfaverð Eimskips hefur nú 224,5% á ársgrunni.

Origo fylgdi Eimskip á eftir í 1,8% hækkun en fyrirtækið hefur nú hækkað um tæp 8% á tíu dögum. Upplýsingatæknifyrirtækið bitir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn næsta.

VÍS, sem birti uppgjör eftir lokun markaða á fimmtudaginn síðasta, hækkaði um 1,1% í dag. Hlutabréfaverð Marels hækkaði einnig um nærri eitt prósent og stendur nú í 958 krónum á hlut.

Bankarnir þrír í Kauphöllinni lækkuðu allir í viðskiptum dagsins. Velta með hlutabréf Arion nam rúmum einum milljarði króna en bankinn lækkaði um 0,3% í dag. Íslandsbanki lækkaði um 0,8% og Kvika um 1,2%.

Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 0,3% í dag. Flugfélagið tilkynnti að hluthafar nýttu áskriftarréttindi frá hlutafjárútboðinu sem fór fram síðasta haust fyrir alls 2,1 milljarð króna.