Heimsmarkaðsverð á bensíni er enn í hæstu hæðum og hefur það í raun sjaldan verið hærra. Þannig náði dægurverð á 95 oktana bensíni á markaði í Rotterdam nýju hæsta gildi á þessu ári í fyrradag en þá kostaði tonnið 1129 dali og hækkaði það um 1,5 dali frá fyrra hámarki sem náðist fyrir helgi. Það sem af er ári hefur dægurverðið hækkað um 294,5 dali á árinu, 35%.

Þegar litið er til viðskipta með framvirka samninga á markaði í New York hefur verð á þeim hækkað um 24% það sem af er ári en samningurinn kostaði í fyrradag 3,0458 sent/bandarískt gallon. Verð á slíkum samningum lækkaði þó lítillega framan af degi í gær, um hádegi nam lækkunin 0,19%.