Gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordik hélt uppsveiflunni áfram í Kauphöllinni í dag eftir mikla hækkun í gær. Gengi bréfanna hækkaði um tæp 16% í gær eftir birtingu uppgjörs og bættust 2,47% við í dag. Gengi hlutabréfa BankNordik hefur ekki verið hærra síðan um miðjan september í fyrra.

Þetta var eina hækkunin á hlutabréfamarkaði í dag.

Á móti lækkaði gengi bréfa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum um 1,96%, gengi Haga lækkaði um 1,12%, Össurar um 0,5% og bréf bæði Icelandair Group og Marel um 0,34%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,36% og endaði hún í tæpum 1.022 stigum. Vísitalan rauk upp samhliða gengishækkun BankNordik og fór næstum því í 1.040 stig.

Janus Petersen
Janus Petersen
 Janus Petersen, bankastjóri BankNordik, var ánægður með uppgjör bankans sem birt var í gær.