Gengi hlutabréfa Haga hélt áfram að hækka í dag en þá fór það upp um 1,55%. Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 5% í vikunni. Gengi bréfa Haga stendur nú í 42,6 krónum á hlut o ghefur það aldrei verið hærra.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 1,27%, Vodafone um 0,65%, VÍS um 0,47% og Eimskips um 0,2%.

Gengi bréfa TM lækkaði hins vegar um 0,47% í dag.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam rétt rúmum 2,2 milljörðum króna. Mesta veltan í dag var með hlutabréf TM eða upp á rúma 1,4 milljarða króna. Það skýrist m.a. af því að í gær lauk hlutafjárútboði Stoða með hlutabréf TM. Félagið seldi öll bréf sín í TM fyrir tæpa 1,4 milljarða.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,26% og endaði hún í 1.298 stigum.