*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 11. apríl 2019 17:18

Enn hækkar gengi bréfa Kviku

Annan daginn í röð hækkaði gengi bréfa Kviku mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, eða um 2,94%.

Ritstjórn
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.
Aðsend mynd

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,59% í 2,8 milljarða viðskiptum sem voru í kauphöllinni í dag, og fór hún niður í 1.933,93 stig.

Gengi bréfa Eikar fasteignafélags lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,22% í 25 milljón króna viðskiptum og fór gengi bréfa félagsins niður í 8,38 krónur. Það félag sem lækkaði næst mest í viðskiptum dagsins var Eimskip en gengi bréfa félagsins lækkaði um 1,72% í 173 milljón króna viðskiptum og fór gengi bréfa félagsins niður í 171,00 krónur. 

Mestu viðskiptin voru með bréf Skeljungs, eða fyrir 394 milljónir króna og hækkaði gengi bréfa félagsins um 1,29%.

Annan daginn í röð hækkaði gengi bréfa Kviku mest, eða um 2,94%, í 355 milljóna viðskiptum og er gengi bréfa bankans nú 10,86 krónur. Nest mest hækkaði gengi bréfa Heimavalla, eða um 2,40%, þó í örlitlum viðskiptum upp á 253 þúsund krónur. Er gengi bréfa Heimavalla í kjölfarið 1,28 krónur.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq Kvika