Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,83% í Kauphöllinni í dag í 57 milljóna króna veltu. Hækkunin í dag bætist við 2,83% hækkun á gengi þeirra í gær. Hækkunin í vikunni nemur því samtals 4,66% á tveimur dögum. Hafa ber þó í huga að gengi bréfa Marel hefur lækkað talsvert upp á síðkastið. Það stóð í 138 krónum á hlut í byrjun árs en er nú í 111 krónum á hlut. Lækkunin frá áramótum nemur 19,6%.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,85%, Vodafone um 0,77% og VÍS 0,52%, Reginn um 0,30% og N1 um 0,29%.

Á móti lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,96%, Eimskips um 0,81%, Haga um 0,36% og TM um 0,17%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,53% og endaði hún í 1.189 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 796,8 milljónum króna. Sem fyrr voru mestu hlutabréfaviðskiptin með bréf Icelandair Group eða upp á 480 milljónir króna.