Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 2,11% á markaði í Kauphöllinni í dag. Þetta var þriðji viðskiptadagurinn með hlutabréfin, sem tekin voru til viðskipta á föstudag.

Gengi hlutabréfa Haga endaði í 16,95 krónum á hlut sem jafngildir því að það hefur hækkað um rétt rúm 25% frá hlutafjárútboði fyrir skráningu bréfanna á markað.

Velta með hlutabréf Haga nam 178,4 milljónum króna í dag samanborið við 161,9 milljónir í gær.

Af hreyfingu annarra hlutabréfa á markað má geta þess að gengi bréfa Marel lækkaði um 0,8%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,36% og endaði hún í 915,61 stigi.