Gull
Gull
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Verð á gulli hefur aldrei verið jafn hátt og einmitt nú, rúmlega 1.600 dollara á únsuna. Skuldavandræði nokkurra evruríkja ,sem og átök í bandarískum stjórnmálum um í hvaða mæli skuli beita niðurskurði til þess að bregðast við háum skuldum bandaríska ríkisins, hafa valdið jákvæðum þrýstingi á gullverð um leið og fjárfestar leita í skjól er fram kemur í greiningarefni IFS.

Á fimmtudaginn stóð heimsmarkaðsverð á gulli rúmum 1.585 dollurum á únsuna í gær í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Á föstudag hafði verðið hækkað í rúmlega 1.590 dollara á únsuna. Til samanburðar má sjá að únsan kostaði tæplega 1.483 dollara þann 1. júlí sl.