Hlutabréfaverð í Icelandair Group hefur hækkað um 21% á síðustu tveimur vikum, eða frá 6. desember. Verð hlutabréfanna, stendur í 9,47 krónum á hlut sem er þó um fjórðungi lægra en það fór hæst eftir að tilkynnt var um fyrirhuguð kaup félagsins á Wow air. Gengi bréfanna fór þá yfir 12 krónur á hlut.

Dagurinn í dag var þó nokkuð rauður í Kauphöll Íslands. Gengi allra félaga sem viðskipti voru með lækkuðu í dag að undanskyldum Icelandair, sem hækkaði um 1,28% í 181 milljónr króna viðskiptum og Heimavöllum sem hækkuðu um 0,88% i 57 milljón króna viðskiptum.

Lækkanirnar voru þó hóflegar og allar innan við 2%. Mesta lækkunin var hjá Arion banka eða 1,74% í 61 milljón króna viðskiptum. Mest viðskipti voru með Marel í dag eða ríflega milljarður króna, en gengi bréfa félagsins féll um 0,67% í viðskiptum dagsins.