Icelandair hækkaði um 4,46% í dag í 424 milljóna króna veltu. Annan daginn í röð leiðir Icelandair hækkanir dagsins en í fyrrakvöld var tilkynnt um samkomulag við Bain Capital um 16,6% hlut í félaginu. Undanfarna tvo daga hefur félagið um tæp 13% í kauphöllinni og er gengi hlutabréfa félagsins nú um 1,64 krónur á hlut.

Talsvert var um hækkanir í kauphöllinni í dag og hækkaði Eimskip næst mest allra skráðra félaga eða um 4,01% og er gengi bréfa þess um 337 krónur á hlut. Þá hækkaði Origo um 2,56%, Síminn um 2,44% og Hagar um 2,10%.

Marel lækkaði mest allra félaga í dag eða um 1,17% í 126 milljóna króna veltu. Síldarvinnslan lækkaði næst eða um 1,12% í 106 milljóna króna veltu.

Velta með bréf Arion banka nam 985 milljónum króna í dag en félagið hækkaði jafnframt um 1,89% í dag. Íslandsbanki átti næst mestu veltu dagsins eða um 799 milljónir króna. Þá hafa hlutabréf í félaginu hækkað um tæplega 21 krónu miðað við útboðsgengi bréfanna og stendur gengið nú í 99,8 krónum.