Ólgan heldur áfram í Líbýu og í kjölfarið heldur heimsmarkaðsverð á hráolíu áfram að hækka enda óttast margir borgarastyrjöld í landinu sem er 12. stærsti olíuútflytjandi heims.Töluvert hækkun varð á hráolíuverði á mörkuðum Asíu í nótt.

Þannig hækkaði fatið af olíu af Brentsvæðinu í Norðursjó um 1,53 dali og kostaði 117,4 dali við lokun markaða í Asíu og tunnan af olíu frá Texas og Mexíkóflóa hækkaði um rúma 2 dali og kostaði 106,44 dali. Svo mikið hefur olían af því svæði ekki kostað síðan í september 2008.

Olíuverðshækkunin í Asíu olli svo titringi á hlutabréfamörkuðum álfunnar. Nikkei-vísitalan japanska lækkaði t.d. um 1,8.