Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi endaði í 2.090,64 stigum eftir 1,17% hækkun í dag, og þriðja viðskiptadaginn í röð er gildi vísitölunnar það hæsta frá endurreisn hennar eftir bankahrunið. Í heildina námu viðskiptin í kauphöllinni í dag um 2,7 milljörðum króna.

Mesta hækkun var á gengi bréfa Marels, en gengi bréfa félagsins hækkuðu um 2,27% í 946 milljóna króna viðskiptum en bréf félagsins enduðu í 585,00 krónum.

Næst mest hækkun var á gengi bréfa Sýnar, eða um 1,59%, upp í 35,15 krónur í 37 milljóna króna viðskiptum.

Átta félög lækkuðu í virði í viðskiptum dagsins. Kvika banki mest, eða um 1,46% í 29 milljóna króna viðskiptum og er gengið við lok viðskiptadags nú 11,48 krónur. Næst mest var lækkun á gengi bréfa Reita, eða um 1,31%, niður í 83,00 krónur, í 1 milljóna króna viðskiptum.